Njála dómsgagn í nágrannadeilu Snorri Másson skrifar 10. apríl 2021 14:00 Hinn friðaði Bergþórshvoll og hjáleigan Káragerði standa við vesturbakka Affallsins, þar sem deilt hefur verið um hvort Káragerði eigi hlutdeild í veiðiréttindum. Svæðið er vitaskuld sögulega hlaðið og ekki þarf að grúska lengi í íslenskum fornbókmenntum til að finna fræg dæmi um nágrannerjur sem enduðu illa á Bergþórshvoli. Það var hjá þeim Njálu og Bergþóru en nú er öldin önnur. Mats Wibe Lund Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum. Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf. Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf.
Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira