Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 16:55 Ísland fær alls um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42
Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50
Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05