„Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 9. apríl 2021 18:46 Arnar Daði ræddi við Stöð 2 og Vísi í dag. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Stöð 2 og Vísi æfingabannið hér á landi. Hann segist ekki viss um að öll lið landsins séu að fara eftir settum reglum. „Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira