Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
vísir

Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum.

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag. Um tuttugu kíló af kannabisefnum voru gerð upptæk. Þá fannst eitt kíló af amfetamíni og um 700 þúsund krónur í reiðufé við húsleit hjá manninum.

Þá er rætt við Gylfa Þór Þorsteinsson, umsjónarmann sóttvarnahúsa, og Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, um stöðu sóttkvíarhótela. Hótelið við Þórunnartún er að fyllast og nýtt sóttkvíarhótel við Barónstíg í Reykjavík verður líklega tekið í notkun í dag eða á morgun.

Um sex hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og á Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Rætt er við Margréti Ólafsdóttur, hjúkrunarstjóra á heilsugæslustöð Selfoss í hádegisfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×