Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2021 16:08 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27