Þeldökkum hermanni ógnað af lögreglumönnum: „Þú ættir að vera hræddur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 23:35 Hér sést lögreglumaðurinn Joe Gutierrez grípa í úlnlið Nazario og beina að honum byssu. Myndin er skjáskot úr upptökum úr búkmyndavél lögreglumannsins Daniel Crockers og sést hann einnig halda byssunni á lofti. Vísir/Skjáskot Þeldökkum bandarískum hermanni, sem stöðvaður var af lögreglu við umferðareftirlit og ógnað með byssum, segist hafa verið logandi hræddur við að stíga út úr bílnum. Lögreglumennirnir svöruðu honum: „þú ættir að vera það,“ eins og sést á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna og símaupptöku mannsins. Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira