Þeldökkum hermanni ógnað af lögreglumönnum: „Þú ættir að vera hræddur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 23:35 Hér sést lögreglumaðurinn Joe Gutierrez grípa í úlnlið Nazario og beina að honum byssu. Myndin er skjáskot úr upptökum úr búkmyndavél lögreglumannsins Daniel Crockers og sést hann einnig halda byssunni á lofti. Vísir/Skjáskot Þeldökkum bandarískum hermanni, sem stöðvaður var af lögreglu við umferðareftirlit og ógnað með byssum, segist hafa verið logandi hræddur við að stíga út úr bílnum. Lögreglumennirnir svöruðu honum: „þú ættir að vera það,“ eins og sést á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna og símaupptöku mannsins. Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent