Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 13:09 Ari kallar eftir ákveðnum fyrirsjáanleika í afléttingum stjórnvalda samhliða bólusetningum. Vísir/Samsett Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira