Segja hryðjuverkaárás hafa verið gerða á kjarnorkuver í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 19:15 Loftmynd af kjarnorkuverinu Natanz sem írönsk yfirvöld segja að hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag. Getty/DigitalGlobe Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu. Bilun varð á rafmagni kjarnorkuversins og var bilunin fyrst talin slys. Nú hefur Kjarnorkustofnun Írans hins vegar gefið það út að líklega hafi ekki verið um slys að ræða heldur tölvuárás. Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunarinnar, sagði í dag að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa fréttamiðlar í Ísrael ýjað að því að árásin hafi verið gerð af ísraelskum tölvuþrjótum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem kjarnorkuverið verður fyrir slíkri árás, en eldur kom upp í kjarnorkuverinu í fyrra og hafa yfirvöld haldið því fram að tölvuárásum sé um eldinn að kenna. Skilvindurnar sem teknar voru í notkun í gær eru, eins og áður segir, notaðar til þess að auðga úran. Auðgaða úranið er svo hægt að nota sem eldsneyti eða til þess að búa til kjarnorkuvopn. Þetta brýtur gegn kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við vestrænar þjóðir árið 2015 og Bandaríkin sögðu sig úr einhliða árið 2018. Nú vinna Bandaríkin og Íran að því að blása lífi í samninginn og standa viðræður milli landanna yfir í Vín, með milligöngu Evrópusambandsins. Íran Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bilun varð á rafmagni kjarnorkuversins og var bilunin fyrst talin slys. Nú hefur Kjarnorkustofnun Írans hins vegar gefið það út að líklega hafi ekki verið um slys að ræða heldur tölvuárás. Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunarinnar, sagði í dag að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa fréttamiðlar í Ísrael ýjað að því að árásin hafi verið gerð af ísraelskum tölvuþrjótum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem kjarnorkuverið verður fyrir slíkri árás, en eldur kom upp í kjarnorkuverinu í fyrra og hafa yfirvöld haldið því fram að tölvuárásum sé um eldinn að kenna. Skilvindurnar sem teknar voru í notkun í gær eru, eins og áður segir, notaðar til þess að auðga úran. Auðgaða úranið er svo hægt að nota sem eldsneyti eða til þess að búa til kjarnorkuvopn. Þetta brýtur gegn kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við vestrænar þjóðir árið 2015 og Bandaríkin sögðu sig úr einhliða árið 2018. Nú vinna Bandaríkin og Íran að því að blása lífi í samninginn og standa viðræður milli landanna yfir í Vín, með milligöngu Evrópusambandsins.
Íran Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43