Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:37 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021. Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021.
Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04