Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 08:30 Steph Curry er nú stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira