Tatum frábær í naumum sigri Boston og toppliðin unnu öll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 07:31 Tatum var frábær í liði Celtics í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 116-115, en annars var allt eftir bókinni. Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira