Uppfærum stýrikerfið Bjarni Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 08:30 Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir. Hlutverk hins opinbera er ekki ýkja frábrugðið hlutverki snjallsímans. Að vera vettvangur þar sem fólk sækir þjónustu, upplýsingar og aðstoð við daglegt líf. Að hjálpa þeim sem hjálpina þurfa, útvega ökuskírteini, byggja vegi og greiða út fæðingarorlof. Áfram mætti lengi telja. Þjónustan þarf ekki bara að vera til staðar, hún þarf að vera áreiðanleg og í takt við tímann. Fólk á ekki að þurfa að keyra með pappíra í Kópavog, fá símatíma milli tíu og tvö eða tala við margar mismunandi stofnanir um sama málið. Hið opinbera má ekki þenjast út, fara að hverfast um sjálft sig og þvælast fyrir. Það er þá sem báknið svokallaða verður til í huga fólks. Báknið snýst nefnilega ekki bara um kostnað. Það er ekki síður táknmynd þunglamalegs apparats þar sem hlutirnir eru óaðgengilegir, kosta mikið og gerast hægt. Til að vel megi vera þarf stýrikerfið að vera í lagi. Ísland verður stafrænt Síðustu misseri höfum við tekið mörg stór skref til að létta fólki lífið og spara kostnað. Með Stafrænu Íslandi erum við að gjörbreyta samskiptum og viðmóti hins opinbera. Í dag týnir enginn ökuskírteininu, enda tryggilega geymt í snjallsímanum. Bílferðir með pappíra í þinglýsingu heyra brátt sögunni til og öll gögn berast í stafrænt pósthólf, í stað bréfpósts í lúgu. Áfram mætti lengi telja. Þjónustu sem kallaði áður á ferðalög og pennastrik má nálgast með nokkrum smellum og næstu misseri mun þessum atriðum fjölga margfalt. Við erum komin í tólfta sæti af 193 í mati Sameinuðu þjóðanna á stafrænni þjónustu, en stefnum enn hærra. Virkjum einkaframtakið Góðar hugmyndir fæðast hins vegar ekki bara í Stjórnarráðinu, heldur fyrst og fremst úti í samfélaginu. Áhersla á nýsköpun er lykilatriði í velgengni okkar, ekki síst þegar við stöndum í djúpri kreppu. Síðustu mánuði höfum við lagt stóraukna áherslu á nýsköpun og samvinnu við fólk og fyrirtæki í landinu. Með verkefnum á borð við hakkaþon vegna COVID, gagnaþon fyrir umhverfið, heilbrigðis- og nýsköpunarmót og aukinni fræðslu byggjum við undir ný störf, þekkingu og hugmyndir fyrir samfélagið allt. Úr frumkvöðlastarfsemi verða oft til nýjar lausnir sem hjálpa hinu opinbera að veita betri þjónustu. Nærtækt dæmi er íslenska frumkvöðlafyrirtækið Kara Connect, sem færir nú heilbrigðisþjónustu víða um heim nær notendum og dregur úr sóun í kerfinu. Spörum krónur og kolefni Á sama tíma og við sækjum fram er grundvallaratriði í allri okkar vinnu að bera virðingu fyrir skattfé. Þar skiptir miklu að fólk sjái hvert peningarnir renna í raun. Í þeim anda erum við t.a.m. langt komin með að gjörbreyta álagningarseðlum vegna skattgreiðslna. Þannig mun fólk nú sjá svart á hvítu í hvað skattarnir fara og í hvaða hlutföllum. Annar og öllu ósýnilegri angi útgjaldanna eru opinber innkaup. Óvíða skiptir hins vegar meira máli að við höldum vel um taumana. Ríkið eyðir um 200 milljörðum á ári í vörur, verk og aðkeypta þjónustu. Þó við spörum ekki nema 2% í innkaupum þá verða eftir fjórir milljarðar til að nota í önnur verkefni eða lækka skatta. Það er mikilvægt að hver stofnun sitji ekki í sínu horni og geri misgóða samninga, heldur þurfum við að nýta stærðina og kraftinn í hinu opinbera til að fá mesta virðið fyrir almannafé. Á eftir munum við kynna nýja innkaupastefnu í þessum anda á opnum viðburði, með titlinum Léttum lífið. Þar rekur Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hvernig við ætlum að spara milljarða með nýrri nálgun - á sama tíma og við veitum enn betri og umhverfisvænni þjónustu. Auk hans koma fram Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect. Þau ætla að fjalla um stafræna byltingu samfélagsins og árangurinn í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Markmiðið er einfalt; Að segja frá því hvernig við erum að uppfæra stýrikerfi samfélagsins. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnsýsla Stafræn þróun Tengdar fréttir Bein útsending: Léttum lífið Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu. 14. apríl 2021 09:01 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir. Hlutverk hins opinbera er ekki ýkja frábrugðið hlutverki snjallsímans. Að vera vettvangur þar sem fólk sækir þjónustu, upplýsingar og aðstoð við daglegt líf. Að hjálpa þeim sem hjálpina þurfa, útvega ökuskírteini, byggja vegi og greiða út fæðingarorlof. Áfram mætti lengi telja. Þjónustan þarf ekki bara að vera til staðar, hún þarf að vera áreiðanleg og í takt við tímann. Fólk á ekki að þurfa að keyra með pappíra í Kópavog, fá símatíma milli tíu og tvö eða tala við margar mismunandi stofnanir um sama málið. Hið opinbera má ekki þenjast út, fara að hverfast um sjálft sig og þvælast fyrir. Það er þá sem báknið svokallaða verður til í huga fólks. Báknið snýst nefnilega ekki bara um kostnað. Það er ekki síður táknmynd þunglamalegs apparats þar sem hlutirnir eru óaðgengilegir, kosta mikið og gerast hægt. Til að vel megi vera þarf stýrikerfið að vera í lagi. Ísland verður stafrænt Síðustu misseri höfum við tekið mörg stór skref til að létta fólki lífið og spara kostnað. Með Stafrænu Íslandi erum við að gjörbreyta samskiptum og viðmóti hins opinbera. Í dag týnir enginn ökuskírteininu, enda tryggilega geymt í snjallsímanum. Bílferðir með pappíra í þinglýsingu heyra brátt sögunni til og öll gögn berast í stafrænt pósthólf, í stað bréfpósts í lúgu. Áfram mætti lengi telja. Þjónustu sem kallaði áður á ferðalög og pennastrik má nálgast með nokkrum smellum og næstu misseri mun þessum atriðum fjölga margfalt. Við erum komin í tólfta sæti af 193 í mati Sameinuðu þjóðanna á stafrænni þjónustu, en stefnum enn hærra. Virkjum einkaframtakið Góðar hugmyndir fæðast hins vegar ekki bara í Stjórnarráðinu, heldur fyrst og fremst úti í samfélaginu. Áhersla á nýsköpun er lykilatriði í velgengni okkar, ekki síst þegar við stöndum í djúpri kreppu. Síðustu mánuði höfum við lagt stóraukna áherslu á nýsköpun og samvinnu við fólk og fyrirtæki í landinu. Með verkefnum á borð við hakkaþon vegna COVID, gagnaþon fyrir umhverfið, heilbrigðis- og nýsköpunarmót og aukinni fræðslu byggjum við undir ný störf, þekkingu og hugmyndir fyrir samfélagið allt. Úr frumkvöðlastarfsemi verða oft til nýjar lausnir sem hjálpa hinu opinbera að veita betri þjónustu. Nærtækt dæmi er íslenska frumkvöðlafyrirtækið Kara Connect, sem færir nú heilbrigðisþjónustu víða um heim nær notendum og dregur úr sóun í kerfinu. Spörum krónur og kolefni Á sama tíma og við sækjum fram er grundvallaratriði í allri okkar vinnu að bera virðingu fyrir skattfé. Þar skiptir miklu að fólk sjái hvert peningarnir renna í raun. Í þeim anda erum við t.a.m. langt komin með að gjörbreyta álagningarseðlum vegna skattgreiðslna. Þannig mun fólk nú sjá svart á hvítu í hvað skattarnir fara og í hvaða hlutföllum. Annar og öllu ósýnilegri angi útgjaldanna eru opinber innkaup. Óvíða skiptir hins vegar meira máli að við höldum vel um taumana. Ríkið eyðir um 200 milljörðum á ári í vörur, verk og aðkeypta þjónustu. Þó við spörum ekki nema 2% í innkaupum þá verða eftir fjórir milljarðar til að nota í önnur verkefni eða lækka skatta. Það er mikilvægt að hver stofnun sitji ekki í sínu horni og geri misgóða samninga, heldur þurfum við að nýta stærðina og kraftinn í hinu opinbera til að fá mesta virðið fyrir almannafé. Á eftir munum við kynna nýja innkaupastefnu í þessum anda á opnum viðburði, með titlinum Léttum lífið. Þar rekur Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hvernig við ætlum að spara milljarða með nýrri nálgun - á sama tíma og við veitum enn betri og umhverfisvænni þjónustu. Auk hans koma fram Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect. Þau ætla að fjalla um stafræna byltingu samfélagsins og árangurinn í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Markmiðið er einfalt; Að segja frá því hvernig við erum að uppfæra stýrikerfi samfélagsins. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bein útsending: Léttum lífið Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu. 14. apríl 2021 09:01
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun