Vonir Denver dvína með meiðslum Murray Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 09:01 Murray féll til jarðar er hann keyrði að körfunni í leik Denver gegn Golden State. Getty Images Ekki nóg með að Denver Nuggets hafi tapað gegn Golden State Warriors á aðfaranótt þriðjudags heldur hefur liðið misst aðra af stjörnum sínum í meiðsli, og það til lengri tíma. Jamal Murray sleit krossband í hné í tapinu gegn Warriors og verður því ekki meira með á þessari leiktíð og missir eflaust af upphafi næstu leiktíðar. Denver hefur þó ekki enn gefið út hversu lengi hann verður frá en menn koma ekki svo glatt til baka eftir að slíta krossbönd. Murray var að keyra í átt að körfunni en um leið og hann ætlaði að lyfta sér upp var eins slitnaði annað af krossböndunum í vinstra hné. Hann féll til jarðar og þó hann hafi neitað því að fá hjólastól til að komast af vellinum var ljóst að verkurinn var mikill. Denver staðfesti svo í gær að Murray væri með slitið krossband og yrði ekki meira með á þessari leiktíð. The Nuggets announce that Jamal Murray has a torn ACL and will be out indefinitely. pic.twitter.com/ko3nvtdxw9— NBA TV (@NBATV) April 13, 2021 Þetta er áfall fyrir Denver en Murray er með 21.2 stig að meðaltali í leik ásamt 4.8 stoðsendingum. Hann er annar af lykilmönnum Denver en Jókerinn, Nikola Jokić, er hinn. Denver er sem stendur í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og 20 töp í 54 leikjum til þessa. Liðið sótti þá JaVale McGee og Aaron Gordon áður en félagaskiptaglugginn lokaði til að fjölga í hópnum í þeirri von um að fara langt í úrslitakeppninni. Nú er ljóst að enn meiri ábyrgð fellur á herðar Jokić en hann er af mörgum talinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Hvort það endist þegar komið er í úrslitakeppnina verður að koma í ljós. Josh Hart, leikmaður New Orleans Pelicans, vill meina að alltof stutt hafi verið frá enda síðustu leiktíðar til upphafs þessarar og þá séu liðin að spila alltof þétt. Það sé ástæðan fyrir gríðarlegum fjölda meiðsla í deildinni til þessa. Too many players getting hurt with this shortened season need to not do this one again— Josh Hart (@joshhart) April 13, 2021 Hart gæti haft eitthvað til síns máls en árið 2012 var tímabilið spilað hraðar en önnur ár og meiðslatíðni jókst til muna. Hvað sem því líður þá þarf Denver að finna lausnir við fjarveru Murray sem fyrst því liðið mætir ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01 NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Jamal Murray sleit krossband í hné í tapinu gegn Warriors og verður því ekki meira með á þessari leiktíð og missir eflaust af upphafi næstu leiktíðar. Denver hefur þó ekki enn gefið út hversu lengi hann verður frá en menn koma ekki svo glatt til baka eftir að slíta krossbönd. Murray var að keyra í átt að körfunni en um leið og hann ætlaði að lyfta sér upp var eins slitnaði annað af krossböndunum í vinstra hné. Hann féll til jarðar og þó hann hafi neitað því að fá hjólastól til að komast af vellinum var ljóst að verkurinn var mikill. Denver staðfesti svo í gær að Murray væri með slitið krossband og yrði ekki meira með á þessari leiktíð. The Nuggets announce that Jamal Murray has a torn ACL and will be out indefinitely. pic.twitter.com/ko3nvtdxw9— NBA TV (@NBATV) April 13, 2021 Þetta er áfall fyrir Denver en Murray er með 21.2 stig að meðaltali í leik ásamt 4.8 stoðsendingum. Hann er annar af lykilmönnum Denver en Jókerinn, Nikola Jokić, er hinn. Denver er sem stendur í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og 20 töp í 54 leikjum til þessa. Liðið sótti þá JaVale McGee og Aaron Gordon áður en félagaskiptaglugginn lokaði til að fjölga í hópnum í þeirri von um að fara langt í úrslitakeppninni. Nú er ljóst að enn meiri ábyrgð fellur á herðar Jokić en hann er af mörgum talinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Hvort það endist þegar komið er í úrslitakeppnina verður að koma í ljós. Josh Hart, leikmaður New Orleans Pelicans, vill meina að alltof stutt hafi verið frá enda síðustu leiktíðar til upphafs þessarar og þá séu liðin að spila alltof þétt. Það sé ástæðan fyrir gríðarlegum fjölda meiðsla í deildinni til þessa. Too many players getting hurt with this shortened season need to not do this one again— Josh Hart (@joshhart) April 13, 2021 Hart gæti haft eitthvað til síns máls en árið 2012 var tímabilið spilað hraðar en önnur ár og meiðslatíðni jókst til muna. Hvað sem því líður þá þarf Denver að finna lausnir við fjarveru Murray sem fyrst því liðið mætir ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01 NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32
Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30
Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01
NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16