Rafhlaupahjól í umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:31 Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun