Skrúfað fyrir auglýsingar til flokksblaða í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 10:59 Ármann Kr. Ólafsson foringi Sjálfstæðismanna er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi. Sigurbjörg Erla sem segir það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld séu að kaupa auglýsingar í flokksblöðum þegar eina virka útgáfan er á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur til að skjóta loku fyrir það. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, segir að Sjálfstæðisflokkurinn þar hafi tvívegis fengið meira fjármagn en reglurnar heimila til að auglýsa í flokksblaði sínu. Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið. Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið.
Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira