Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 13:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hvatti frjósemisgyðjuna til dáða í ræðu sinni á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg. Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg.
Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59