Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Skattar og tollar Sjávarútvegur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar