Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 16:30 Congo Bongo gaf út plötu á dögunum. Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira