Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 14:49 Stjörnukonur fá nýtt tækifæri til að leggja KA/Þór að velli. vísir/hulda Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti