Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2021 19:02 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að sömu lið muni berjast um titilinn í ár og hafa gert síðustu ár. Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið. „Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
„Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira