Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 11:31 Egill Einarsson, Auðunn Blöndal, Björn Hlynur og Steinunn Ólína eru meðal aðalleikara í kvikmyndinni. Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá trailernum. Tíu árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Handritshöfundar eru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Einvala lið leikara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, hana Bríeti og Jón Jónsson. Eins og sjá má í stiklunni hefur Rúrik Gíslason landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd en hann er að slá í gegn í Þýskalandi þessa dagana sem dansari. Auðunn Blöndal er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni en stóra sýnishornið er svo væntanlegur á næstu vikum. Klippa: Fyrsta kitlan úr Leynilöggunni Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá trailernum. Tíu árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Handritshöfundar eru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Einvala lið leikara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, hana Bríeti og Jón Jónsson. Eins og sjá má í stiklunni hefur Rúrik Gíslason landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd en hann er að slá í gegn í Þýskalandi þessa dagana sem dansari. Auðunn Blöndal er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni en stóra sýnishornið er svo væntanlegur á næstu vikum. Klippa: Fyrsta kitlan úr Leynilöggunni
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein