Er ég orðinn faðir dóttur minnar? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. apríl 2021 15:00 Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar