Evrópumeistarar Lyon úr leik í Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2021 13:53 Lyon er úr leik eftir 2-1 tap gegn PSG á heimavelli. Johannes Simon - UEFA/UEFA via Getty Images Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Paris Saint-Germain í dag. Lyon vann fyrri leikinn 1-0, en PSG fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sara Björk var ekki í leikmannahópi Lyon vegna meiðsla. Lyon komst yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Catarina Macario og heimakonur í góðum málum. PSG jafnaði metin á 25. mínútu með marki frá Grace Geyoro og staðan því samtals 2-1 fyrir Lyon. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks, og PSG þurfti því á marki á halda til að koma sér í undanúrslitin. Á 61. mínútu átti Kadidiatou Diani fyrirgjöf og miðvörður Lyon, Wendie Renard, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan því 2-1 sigur PSG, og samtals 2-2. Paris fer því áfram í undanúrslitin á fleiri útvallamörkum skoruðum á kostnað Lyon. La #TeamOL s'incline 2 à 1 (2-2 au cumulé) face au PSG et s'arrête en quart de finale d'@UWCL après 5 sacres consécutifs. #OLPSG pic.twitter.com/iF9OYnBoQV— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2021 Meistaradeild Evrópu Frakkland
Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Paris Saint-Germain í dag. Lyon vann fyrri leikinn 1-0, en PSG fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sara Björk var ekki í leikmannahópi Lyon vegna meiðsla. Lyon komst yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Catarina Macario og heimakonur í góðum málum. PSG jafnaði metin á 25. mínútu með marki frá Grace Geyoro og staðan því samtals 2-1 fyrir Lyon. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks, og PSG þurfti því á marki á halda til að koma sér í undanúrslitin. Á 61. mínútu átti Kadidiatou Diani fyrirgjöf og miðvörður Lyon, Wendie Renard, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan því 2-1 sigur PSG, og samtals 2-2. Paris fer því áfram í undanúrslitin á fleiri útvallamörkum skoruðum á kostnað Lyon. La #TeamOL s'incline 2 à 1 (2-2 au cumulé) face au PSG et s'arrête en quart de finale d'@UWCL après 5 sacres consécutifs. #OLPSG pic.twitter.com/iF9OYnBoQV— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2021
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti