Um hvað snúast stjórnmál Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. apríl 2021 15:44 Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Ég lít ekki á stjórnmál sem íþróttakeppni einstaklinga þar sem öllu varði að ná fyrsta sæti en maður hafi „tapað“ ef maður er í öðru sæti. Ég lít ekki á fyrsta sæti á lista sem vígi karla sem mér beri að verja með öllum ráðum. Stjórnmál eru ekki einstaklingsíþrótt heldur samvinnuverkefni. Stjórnmál snúast um stefnuog hugsjónir. Stjórnmál snúast um fjárlög og skattheimtu. Stjórnmál snúast um veiðigjöld og arð af auðlindum í þjóðareigu. Stjórnmál snúast um kaup og kjör. Stjórnmál snúast um réttláta skiptingu gæða og byrða. Stjórnmál snúast um aðild að Evrópusambandinu og annað samstarf við Evrópuþjóðir. Stjórnmál snúast um skólakerfið. Stjórnmál snúast um réttindamál. Stjórnmál snúast um loftslagsvá og náttúruvernd. Stjórnmál snúast um afstöðu til opinberra stofnana í þjónustu við almenning. Stjórnmál snúast um jafnrétti. Stjórnmál snúast um menningarmál. Stjórnmál snúast um heilbrigðiskerfið. Stjórnmál snúast um almannahagsmuni og sérhagsmuni. Stjórnmál snúast um ólíka afstöðu til þessara og annarra mála, og þó að auðvitað skipti máli hvaða fulltrúar það eru sem tala fyrir sjónarmiðum og taka ákvarðanir út frá hugsjónum þá má ekki einblína á persónur og leikendur, hvort þessi eða hinn eða í fyrsta eða öðru sæti í ímyndaðri íþróttakeppni. Stjórnmál snúast um stefnu og hugsjónir. Svo er það hitt: Ég vann aftur þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna árið 2017, og næst ætla ég að endurheimta annað sæti í þessu forna vígi jafnaðarmanna, enda keppnismaður. Ég er sannfærður um að það muni takast, eins og allar skoðanakannanir benda raunar til ... og mér finnst það heiður að vera trúað fyrir því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun