Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:01 Hera Grímsdóttir forseti iðn- og tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er vön að vakna klukkan sjö á morgnana en nú er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, tíu vikna Bichon tík, aðeins að trufla þá rútínu. Hún er alveg til í að við á heimilinu förum fyrr á fætur til að leika við sig og þá helst um klukkan sex! En hún er svo hamingjusöm með hvern nýjan dag og glöð að henni er auðveldlega fyrirgefið þó að markmiðið sé að hún sofi til sjö einn daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég var vön að vakna í rólegheitunum og liggja undir sæng í um tíu mínútur áður en ég fór á fætur og vakti dætur okkar. En þessa vikurnar rýk ég á fætur og hleypi hvolpinum út til að pissa áður en hún vekur heimasæturnar með pompi og prakt. Ég byrja svo alla daga á að kveikja á morgunútvarpinu, fá mér vatnsglas og lýsi áður en ég fæ mér svo morgunmat sem nánast alltaf er hrein AB mjólk með múslí og bláberjum. Við fjölskyldan eigum annars oftast stund saman á morgnana, borðum saman morgunmatinn, græjum nesti og spjöllum um daginn sem framundan er. Þegar dæturnar svo rjúka út í skólann fæ ég mér góðan kaffibolla eða tvo, skoða fréttamiðla og byrja að skoða tölvupóstana.“ Ertu byrjuð að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir sumarið? „Við fjölskyldan erum orðin mjög spennt fyrir sumrinu og ætlum að ferðast mikið innanlands. Við höfum ferðast mikið um Ísland síðastliðin ár og viljum helst hvergi annars staðar vera á sumrin enda einstakt land sem við eigum. Ég á mér marga uppáhaldsstaði en mér finnst samt alltaf jafnmagnað að á hverju sumri finnst mér við uppgötva eitthvað nýtt til að skoða enda náttúra Íslands stórfengleg. Við fjölskyldan erum ágætlega aktív og dugleg að taka skyndiákvarðanir. Það eru þó alla vega tvær útilegur planaðar, en við eltum alltaf veðrið í stað þess að ákveða fyrirfram hvert verður farið. Þá förum við í nokkrar hestaferðir sem er ein skemmtilegasta leiðin til að skoða landið í góðra vinahóp. Það er einnig ein veiði á dagskrá og við hjónin spilum líka golf saman.“ Hera segir Iðn- og tæknisviðs Háskólans í Reykjavík hafa stækkað svo mikið frá því að það var stofnað fyrir tveimur árum síðan, að nú er sviðið fjórða stærsta svið skólans.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Það hefur verið mikill vöxtur í iðn- og tæknifræðideild frá því hún var stofnuð fyrir tveimur árum og er nú deildin fjórða stærsta deild Háskólans í Reykjavík. Það eru því fjölmörg verkefni sem ég þarf að sinna á hverjum degi og frá mörgu áhugaverðu að segja. Þessa dagana erum við að rýna tæknifræði námið okkar með það að leiðarljósi að gera það verkefnamiðaðra og til að nemendur verði enn hæfari til að takast á við áskoranir framtíðarinnar á vinnumarkaði. Mikill hraði breytinga í samfélaginu krefst meira framboðs fólks með sérhæfða tæknimenntun en því miður er þó staðan sú í dag að við náum ekki að anna eftirspurn atvinnulífsins eftir tæknifræðingum. Það eru allir af þeim sem eru að útskrifast í vor komnir í vinnu utan tveir og oft er það þannig að nemendur eru komnir með vinnu löngu áður en þeir útskrifast. Það sem einkennir námið er að skipulag og uppbygging námsins byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og áherslan á að hugvit og verkvit mætist. Tæknifræði hentar þannig vel þeim einstaklingum sem vilja hagnýta tæknimenntun sem býður upp á mikla möguleika, bæði í atvinnulífinu og í framhaldsnámi, til dæmis master í verkfræði, en hægt er að læra bygginga, rafmagns og vél- og orkutæknifræði. Þá höfum við nýlega stofnað fagráð með aðilum úr atvinnulífinu til að tryggja enn betur að námið svari þörfum atvinnulífsins og að fyrirtæki fái til sín útskrifaða nemendur með þá þekkingu sem krafist er í nútíma starfsumhverfi. Við erum í stöðugu samtali við atvinnulífið og eftir slík samtöl og ýtarlegar þarfagreiningar hófst kennsla við tvær nýjar námsbrautir hjá okkur, upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM) og rekstrarfræði síðasta haust. Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi. Námið hentar því þeim sem vilja sérhæfa sig í þeim stafrænu umbreytingum sem nú eiga sér stað. Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði. Námið hentar vel þeim sem eru t.d. með meistarapróf í iðngrein, diplómanám iðnfræði eða með stúdentspróf og að hafa að lágmarki fimm ára reynslu af rekstri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held það sé óhætt að segja að ég sé mjög skipulögð í vinnu en dagarnir hjá mér eru margir þéttbókaðir af fundum svo það er því nauðsynlegt. Ég nota minnisbók mikið og lista hjá mér bæði það sem þarf að gera og fleiri hugmyndir sem ég fæ eða gagnlegar upplýsingar. Á mánudögum þá skipulegg ég alltaf helstu verkefni vikunnar sem ég punkta hjá mér í bókina og í upphafi hvers dags þá punkta ég niður lista yfir þau verkefni sem vinna þarf á viðkomandi degi. Í teymisvinnu með öðrum notast ég við hugbúnað þar sem upplýsingaflæði og gagnsæi er mikilvægt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast komin upp í rúm rétt fyrir eða í kringum miðnætti.“ Kaffispjallið Tækni Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01 Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00 Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er vön að vakna klukkan sjö á morgnana en nú er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, tíu vikna Bichon tík, aðeins að trufla þá rútínu. Hún er alveg til í að við á heimilinu förum fyrr á fætur til að leika við sig og þá helst um klukkan sex! En hún er svo hamingjusöm með hvern nýjan dag og glöð að henni er auðveldlega fyrirgefið þó að markmiðið sé að hún sofi til sjö einn daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég var vön að vakna í rólegheitunum og liggja undir sæng í um tíu mínútur áður en ég fór á fætur og vakti dætur okkar. En þessa vikurnar rýk ég á fætur og hleypi hvolpinum út til að pissa áður en hún vekur heimasæturnar með pompi og prakt. Ég byrja svo alla daga á að kveikja á morgunútvarpinu, fá mér vatnsglas og lýsi áður en ég fæ mér svo morgunmat sem nánast alltaf er hrein AB mjólk með múslí og bláberjum. Við fjölskyldan eigum annars oftast stund saman á morgnana, borðum saman morgunmatinn, græjum nesti og spjöllum um daginn sem framundan er. Þegar dæturnar svo rjúka út í skólann fæ ég mér góðan kaffibolla eða tvo, skoða fréttamiðla og byrja að skoða tölvupóstana.“ Ertu byrjuð að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir sumarið? „Við fjölskyldan erum orðin mjög spennt fyrir sumrinu og ætlum að ferðast mikið innanlands. Við höfum ferðast mikið um Ísland síðastliðin ár og viljum helst hvergi annars staðar vera á sumrin enda einstakt land sem við eigum. Ég á mér marga uppáhaldsstaði en mér finnst samt alltaf jafnmagnað að á hverju sumri finnst mér við uppgötva eitthvað nýtt til að skoða enda náttúra Íslands stórfengleg. Við fjölskyldan erum ágætlega aktív og dugleg að taka skyndiákvarðanir. Það eru þó alla vega tvær útilegur planaðar, en við eltum alltaf veðrið í stað þess að ákveða fyrirfram hvert verður farið. Þá förum við í nokkrar hestaferðir sem er ein skemmtilegasta leiðin til að skoða landið í góðra vinahóp. Það er einnig ein veiði á dagskrá og við hjónin spilum líka golf saman.“ Hera segir Iðn- og tæknisviðs Háskólans í Reykjavík hafa stækkað svo mikið frá því að það var stofnað fyrir tveimur árum síðan, að nú er sviðið fjórða stærsta svið skólans.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Það hefur verið mikill vöxtur í iðn- og tæknifræðideild frá því hún var stofnuð fyrir tveimur árum og er nú deildin fjórða stærsta deild Háskólans í Reykjavík. Það eru því fjölmörg verkefni sem ég þarf að sinna á hverjum degi og frá mörgu áhugaverðu að segja. Þessa dagana erum við að rýna tæknifræði námið okkar með það að leiðarljósi að gera það verkefnamiðaðra og til að nemendur verði enn hæfari til að takast á við áskoranir framtíðarinnar á vinnumarkaði. Mikill hraði breytinga í samfélaginu krefst meira framboðs fólks með sérhæfða tæknimenntun en því miður er þó staðan sú í dag að við náum ekki að anna eftirspurn atvinnulífsins eftir tæknifræðingum. Það eru allir af þeim sem eru að útskrifast í vor komnir í vinnu utan tveir og oft er það þannig að nemendur eru komnir með vinnu löngu áður en þeir útskrifast. Það sem einkennir námið er að skipulag og uppbygging námsins byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og áherslan á að hugvit og verkvit mætist. Tæknifræði hentar þannig vel þeim einstaklingum sem vilja hagnýta tæknimenntun sem býður upp á mikla möguleika, bæði í atvinnulífinu og í framhaldsnámi, til dæmis master í verkfræði, en hægt er að læra bygginga, rafmagns og vél- og orkutæknifræði. Þá höfum við nýlega stofnað fagráð með aðilum úr atvinnulífinu til að tryggja enn betur að námið svari þörfum atvinnulífsins og að fyrirtæki fái til sín útskrifaða nemendur með þá þekkingu sem krafist er í nútíma starfsumhverfi. Við erum í stöðugu samtali við atvinnulífið og eftir slík samtöl og ýtarlegar þarfagreiningar hófst kennsla við tvær nýjar námsbrautir hjá okkur, upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM) og rekstrarfræði síðasta haust. Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi. Námið hentar því þeim sem vilja sérhæfa sig í þeim stafrænu umbreytingum sem nú eiga sér stað. Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði. Námið hentar vel þeim sem eru t.d. með meistarapróf í iðngrein, diplómanám iðnfræði eða með stúdentspróf og að hafa að lágmarki fimm ára reynslu af rekstri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held það sé óhætt að segja að ég sé mjög skipulögð í vinnu en dagarnir hjá mér eru margir þéttbókaðir af fundum svo það er því nauðsynlegt. Ég nota minnisbók mikið og lista hjá mér bæði það sem þarf að gera og fleiri hugmyndir sem ég fæ eða gagnlegar upplýsingar. Á mánudögum þá skipulegg ég alltaf helstu verkefni vikunnar sem ég punkta hjá mér í bókina og í upphafi hvers dags þá punkta ég niður lista yfir þau verkefni sem vinna þarf á viðkomandi degi. Í teymisvinnu með öðrum notast ég við hugbúnað þar sem upplýsingaflæði og gagnsæi er mikilvægt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast komin upp í rúm rétt fyrir eða í kringum miðnætti.“
Kaffispjallið Tækni Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01 Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00 Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01
Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00
Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01
Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01
,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00