Pétur Markan skráður í Viðreisn og aðstoðar við uppstillingu Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2021 20:01 Pétur G. Markan er nú skráður í Viðreisn. Stöð 2 Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, er nú skráður í Viðreisn og er hluti af teymi sem stillir upp á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Hann er þó sjálfur ekki í framboði og kveðst ekki hafa leitast eftir því. Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“ Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“
Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira