Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2021 21:21 Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Fyrir aftan er verið að landa úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Sigurjón Ólason Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41
Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15