„Metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 21:48 Neyðarútgangur, ætti að segja þarna að mati fyrrverandi prófessors í íslenskri málfræði. Hann hefur ítrekað bent Strætó bs. á að upplýsingar í strætisvögnum þurfi að vera á íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir að Strætó bs. hafi ekki enn gert umbætur á merkingum í strætisvögnum sínum, þar sem víða eru enn aðeins leiðbeiningar á ensku. Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson
Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira