Úrskurður siðanefndar RÚV í máli Helga Seljan endanlegur og verður ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:08 Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur svarað bón Helga Seljan fréttamanns, sem krafðist þess að úrskurður nefndarinnar í máli hans verði endurupptekinn, á þá leið að það sé ekki hægt. Nefndin kveðst ekki hafa neinar forsendur til að endurupptaka úrskurðinn, hann sé því endanlegur og verði ekki áfrýjað. Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira