Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og leiddu Löwen aðeins með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og juku forskot sitt upp í fimm mörk og unnu leikinn eins og sagði 33-28.
Ýmir Örn skoraði þrjú mörk í leiknum ásamt því að næla sér í gult spjald. Jannik Kolbacher var langmarkahæstur með 12 mörk í liði Ljónanna.
Eftir sigurinn er Löwen nú jafnt Flensburg á toppnum með 40 stig en síðarnefnda liðið á fimm leiki til góða. Þá á Kiel einnig fimm leiki til góða en það er í 3. sæti með 39 stig.