Katrín um sóttkvíarbrot: „Við erum að herða eftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 18:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í Víglínunni í dag. Einar Árnason Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki. „Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira