Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:41 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira