Erlent

Helmingur full­orðinna í Banda­ríkjunum fengið fyrri skammt

Sylvía Hall skrifar
Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig vestanhafs.
Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig vestanhafs. Getty/David Paul Morris

Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að helmingur allra yfir átján ára aldri í landinu hefðu nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða tæplega 130 milljónir einstaklinga. 84 milljónir fullorðinna hafa verið bólusettar að fullu.

Þetta kemur fram á vef AP fréttaveitunnar þar sem segir jafnframt að fyrirhugað sé að hefja bólusetningar með bóluefni Johnson & Johnson á ný. Heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu notkun þess tímabundið vegna blóðtappatilfella eftir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu og tilkynnt var um eitt dauðsfall.

Til greina kemur að afmarka betur þann hóp sem getur fengið bóluefnið, en nú þegar hafa sjö milljónir verið bólusettar með efninu. Er því talið að um afar sjaldgæfa aukaverkun sé að ræða en enn er verið að meta hve mikil hætta sé á blóðtappa eftir bólusetningu.

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist búast við því að ákvörðun liggi fyrir á föstudag. Það kæmi honum á óvart ef ekki yrði haldið áfram að bólusetja með efninu.


Tengdar fréttir

Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni

Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×