Sló til Bottas eftir árekstur á Imola Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 09:00 George Russell missti stjórn á skapi sínu í ítalska kappakstrinum í gær. ap/Xpbimages George Russell, ökumaður Williams, virtist slá til Valtteri Bottas á Mercedes eftir árekstur þeirra í ítalska kappakstrinum í gær. Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira