Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2021 17:16 Björn Bragi, einn af eigendum BORG29, með Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur sem sáu um hönnunina á staðnum. Mathöllin er staðsett í Borgartúni 29 og opnar á morgun, þriðjudag. Vísir/Vilhelm „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. Björn Bragi er einn af fimm eigendum nýrrar mathallar sem mun opna á morgun, þriðjudag. Mathöllin er staðsett í Borgartúni og ber hún nafnið BORG29. Undirbúningsferlið hefur að sögn Björns tekið um það bil ár en framkvæmdir við húsnæðið hófust seint í haust. Björn segir heimsfaraldurinn eðlilega hafa verið áskorun í öllu ferlinu og vissulega haft áhrif á tímasetningu opnunarinnar. BORG29 Mathöll er fimmta mathöllin sem opnar á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög spennandi og metnaðarfullt verkefni og frábær hópur sem kemur að þessu. Svo vonum við bara að það séu bjartari tímar framundan,“ segir Björn Bragi og bætir því við að hópurinn hafi tekið sér góðan tíma í velja inn staði. Sjálfur segist hann í skýjunum með útkomuna. Björn Bragi segir að vandað hafi verið til verka í vali á rekstraraðilum sem eru í mathöllinni. „Þarna verður frábært matreiðslufólk og gott úrval af mat, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Einn af útgangspunktunum var að forðast að horfa á þetta sem hefðbundna mathöll, heldur frekar að skapa glæsilegan samkomustað þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og látið sér líða vel. Mikið lagt upp úr hönnun Hönnunarteymið HAF Studio sem skipað er hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, sá um alla hönnun verkefnisins og segir Björn mikla ánægju vera með þeirra aðkomu og vinnu. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio fengu fullt traust til verkefnisins og lögðu þau meðal annars mikið upp úr góðri hljóðvist, lýsingu og loftun.” Aðstandendur vonast til þess að Borgartúnið reynist heppilegur staður fyrir mathöll.Vísir/Vilhelm Mathallir vinsælar Vinsældir mathalla hafa verulega færst í vöxt undanfarin misseri. BORG29 er fimmta mathöllin sem lítur dagsins ljós en fyrir eru það Grandi-Mathöll, Hlemmur-Mathöll, Mathöll-Stjörnutorgi og Mathöll Höfða. Ef öll áform ganga eftir er síðan von á allavega fjórum öðrum mathöllum á næstunni. Gamla Pósthúsið í miðbæ Reykjavíkur mun fá endurnýjun lífdaga og verða að Pósthús Mathöll og ef allt gengur að óskum eigenda mun hún opna í lok árs 2021. Við Vesturgötu í Reykjavík stendur einnig til að opna mathöll í húsnæði Kaffi Reykjavíkur. Alls verða starfræktir níu veitingastaðir í mathöllinni sem opnar á morgun, þriðjudag. Þá geta Hafnfirðingar einnig átt von á sinni mathöll í húsnæði Súfistans, en þær breytingar eru í skipulagsferli. Í nýjum miðbæ Selfossbæjar stendur síðan til að opna mathöll í sumar með átta veitingastöðum í endurreistu húsnæði Mjólkurbús Flóamanna. Borgartúnið spennandi Björn Bragi segir Borgartún spennandi stað fyrir svona verkefni. „Það starfar mikill fjöldi fólks í nágrenninu og sömuleiðis eru fjölmenn íbúðahverfi allt í kring. Við bindum vonir við að verða staður sem fólk getur sótt á öllum tímum dags – hvort sem það vill grípa sér mat í flýti eða mæta í góðra vina hópi og eiga notalega stund.“ Hvernig veitingar munu verða í boði? „Í BORG29 verður hægt að fá góðan morgunmat, hádegismat og kvöldmat og þess á milli getur fólk sest niður með drykk í góðra vina hópi. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttan og ljúffengan mat í fallegu og notalegu umhverfi. Staðirnir eru: Bál, Hipstur, La Masa, Natalía Pizzeria, Pronto Pasta, Svala Reykjavík, Umami og Yuzu og auk þess hefur verið opnað á milli okkar og Wok On sem staðsett er við hliðina á okkur.“ Morgunverðarstaðurinn Svala mun opna 7:30 alla virka daga. Vísir/Vilhelm Opnar snemma á morgnana Morgunverðarstaðurinn Svala Reykjavík opnar kl. 7:30 alla virka morgna og þar getur fólk fengið sér grauta, skálar, búst og kaffi. „Þar er frábært að byrja daginn. Aðrir staðir opna klukkan ellefu og verða opnir til tíu á kvöldin, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við gerum ráð fyrir að opnunartíminn lengist um helgar þegar það verður mögulegt aftur,“ segir Björn Bragi. Eruð þið ekkert smeyk við að vera að opna svona stórt batterí í miðjum heimsfaraldri? „Auðvitað er faraldurinn fólki ofarlega í huga og það er áskorun að fara af stað í stórt verkefni á þessum tíma. En við erum bjartsýn á að nú fari að horfa til betri vegar,“ segir Björn að lokum. Matur Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Björn Bragi er einn af fimm eigendum nýrrar mathallar sem mun opna á morgun, þriðjudag. Mathöllin er staðsett í Borgartúni og ber hún nafnið BORG29. Undirbúningsferlið hefur að sögn Björns tekið um það bil ár en framkvæmdir við húsnæðið hófust seint í haust. Björn segir heimsfaraldurinn eðlilega hafa verið áskorun í öllu ferlinu og vissulega haft áhrif á tímasetningu opnunarinnar. BORG29 Mathöll er fimmta mathöllin sem opnar á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög spennandi og metnaðarfullt verkefni og frábær hópur sem kemur að þessu. Svo vonum við bara að það séu bjartari tímar framundan,“ segir Björn Bragi og bætir því við að hópurinn hafi tekið sér góðan tíma í velja inn staði. Sjálfur segist hann í skýjunum með útkomuna. Björn Bragi segir að vandað hafi verið til verka í vali á rekstraraðilum sem eru í mathöllinni. „Þarna verður frábært matreiðslufólk og gott úrval af mat, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Einn af útgangspunktunum var að forðast að horfa á þetta sem hefðbundna mathöll, heldur frekar að skapa glæsilegan samkomustað þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og látið sér líða vel. Mikið lagt upp úr hönnun Hönnunarteymið HAF Studio sem skipað er hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, sá um alla hönnun verkefnisins og segir Björn mikla ánægju vera með þeirra aðkomu og vinnu. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio fengu fullt traust til verkefnisins og lögðu þau meðal annars mikið upp úr góðri hljóðvist, lýsingu og loftun.” Aðstandendur vonast til þess að Borgartúnið reynist heppilegur staður fyrir mathöll.Vísir/Vilhelm Mathallir vinsælar Vinsældir mathalla hafa verulega færst í vöxt undanfarin misseri. BORG29 er fimmta mathöllin sem lítur dagsins ljós en fyrir eru það Grandi-Mathöll, Hlemmur-Mathöll, Mathöll-Stjörnutorgi og Mathöll Höfða. Ef öll áform ganga eftir er síðan von á allavega fjórum öðrum mathöllum á næstunni. Gamla Pósthúsið í miðbæ Reykjavíkur mun fá endurnýjun lífdaga og verða að Pósthús Mathöll og ef allt gengur að óskum eigenda mun hún opna í lok árs 2021. Við Vesturgötu í Reykjavík stendur einnig til að opna mathöll í húsnæði Kaffi Reykjavíkur. Alls verða starfræktir níu veitingastaðir í mathöllinni sem opnar á morgun, þriðjudag. Þá geta Hafnfirðingar einnig átt von á sinni mathöll í húsnæði Súfistans, en þær breytingar eru í skipulagsferli. Í nýjum miðbæ Selfossbæjar stendur síðan til að opna mathöll í sumar með átta veitingastöðum í endurreistu húsnæði Mjólkurbús Flóamanna. Borgartúnið spennandi Björn Bragi segir Borgartún spennandi stað fyrir svona verkefni. „Það starfar mikill fjöldi fólks í nágrenninu og sömuleiðis eru fjölmenn íbúðahverfi allt í kring. Við bindum vonir við að verða staður sem fólk getur sótt á öllum tímum dags – hvort sem það vill grípa sér mat í flýti eða mæta í góðra vina hópi og eiga notalega stund.“ Hvernig veitingar munu verða í boði? „Í BORG29 verður hægt að fá góðan morgunmat, hádegismat og kvöldmat og þess á milli getur fólk sest niður með drykk í góðra vina hópi. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttan og ljúffengan mat í fallegu og notalegu umhverfi. Staðirnir eru: Bál, Hipstur, La Masa, Natalía Pizzeria, Pronto Pasta, Svala Reykjavík, Umami og Yuzu og auk þess hefur verið opnað á milli okkar og Wok On sem staðsett er við hliðina á okkur.“ Morgunverðarstaðurinn Svala mun opna 7:30 alla virka daga. Vísir/Vilhelm Opnar snemma á morgnana Morgunverðarstaðurinn Svala Reykjavík opnar kl. 7:30 alla virka morgna og þar getur fólk fengið sér grauta, skálar, búst og kaffi. „Þar er frábært að byrja daginn. Aðrir staðir opna klukkan ellefu og verða opnir til tíu á kvöldin, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við gerum ráð fyrir að opnunartíminn lengist um helgar þegar það verður mögulegt aftur,“ segir Björn Bragi. Eruð þið ekkert smeyk við að vera að opna svona stórt batterí í miðjum heimsfaraldri? „Auðvitað er faraldurinn fólki ofarlega í huga og það er áskorun að fara af stað í stórt verkefni á þessum tíma. En við erum bjartsýn á að nú fari að horfa til betri vegar,“ segir Björn að lokum.
Matur Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira