UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 14:25 Nýtt fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildinni tekur gildi haustið 2024. UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti