Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. apríl 2021 10:16 Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Ágúst Ólafur Ágústsson Blóðmerahald Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun