Bein útsending: Apple sýnir ný tæki og tól Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 16:31 Horft upp í glerjað loftið á verslun Apple í New York. Getty/Eric Thayer Tæknirisinn Apple heldur í dag vorkynningu sína. Búist er við því að fyrirtækið muni kynna nýjar spjaldtölvur, tölvur, AirTags og fleira. Ekki stendur til að kynna nýja síma. Eins og alltaf hvílir mikil leynd á kynningu Apple en fjölmiðlar vestanhafs eru duglegir við að vakta fyrirtækið. Í frétt Verge segir að sérstaklega sé búist við því að Apple muni kynna nýja og stærri spjaldtölvur. Það er, tvær nýjar tegundir af iPad, þar sem önnur er með ellefu tommu skjá og hin með 12,9 tommu skjá. Talið er líklegt að Apple kynni einnig AirTags. Það eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Einnig hefur verið á kreiki orðrómur um ný heyrnartól. Ný AirPods sem hafi tekið töluverðum breytingum frá síðustu kynslóð. Meðal annars hafur því einnig verið haldið fram að Apple muni kynna uppfærslu á Apple TV. Það kom fyrst út árið 2007 og er ein elsta vara fyrirtækisins í sölu. Kynningin hefst klukkan fimm og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Apple Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eins og alltaf hvílir mikil leynd á kynningu Apple en fjölmiðlar vestanhafs eru duglegir við að vakta fyrirtækið. Í frétt Verge segir að sérstaklega sé búist við því að Apple muni kynna nýja og stærri spjaldtölvur. Það er, tvær nýjar tegundir af iPad, þar sem önnur er með ellefu tommu skjá og hin með 12,9 tommu skjá. Talið er líklegt að Apple kynni einnig AirTags. Það eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Einnig hefur verið á kreiki orðrómur um ný heyrnartól. Ný AirPods sem hafi tekið töluverðum breytingum frá síðustu kynslóð. Meðal annars hafur því einnig verið haldið fram að Apple muni kynna uppfærslu á Apple TV. Það kom fyrst út árið 2007 og er ein elsta vara fyrirtækisins í sölu. Kynningin hefst klukkan fimm og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan.
Apple Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira