„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 06:32 Salóme segir erfitt að segja til um það hvort skjálftavirknin tengist flekahreyfingum eða spennubreytingum vegna gossins. Þá sé sömuleiðis erfitt að spá fyrir um framhaldið; hvort skjálftinn í gær var tilfallandi. Vísir/Egill „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Sá var 4,1 og sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars, eða fjórum dögum áður en eldgosið við Fagradalsfjall hófst. „Hvort þetta séu bara hreyfingar á flekaskilum eða hvort þetta séu einhverjar spennubreytingar vegna gossins er svolítið erfitt að segja núna en þetta er ekkert óvenjulegur staður fyrir skjálfta og það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga,“ segir Salóme. Stærsti eftirskjálftinn sem mældist í nótt var 3,2 að stærð. Einhverjar vangaveltur voru uppi í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir í gærkvöldi um að ný sprunga hefði opnast en Salóme segist ekki getað séð það á myndavélum. „Ef það var þá var hún vel inni á því svæði sem nú er undir hrauni. Þetta er ekki ný opnun á nýju svæði,“ segir hún. Nú í morgunsárið er suðvestlæg átt ríkjandi og berst því gasmengun yfir höfuðborgarsvæðið. Búast má við hækkuðum SO2 gildum, að sögn Óla Þórs Árnasonar vaktaveðurfræðings. „Með kvöldinu fer hann meira í suðaustan og þá eru þetta Vogar og Reykjanesbær sem gætu fundið fyrir einhverju. En það verður sæmilegur vindur og úrkoma og það kæmi á óvart ef það mældust há gildi,“ segir Óli. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Sá var 4,1 og sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars, eða fjórum dögum áður en eldgosið við Fagradalsfjall hófst. „Hvort þetta séu bara hreyfingar á flekaskilum eða hvort þetta séu einhverjar spennubreytingar vegna gossins er svolítið erfitt að segja núna en þetta er ekkert óvenjulegur staður fyrir skjálfta og það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga,“ segir Salóme. Stærsti eftirskjálftinn sem mældist í nótt var 3,2 að stærð. Einhverjar vangaveltur voru uppi í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir í gærkvöldi um að ný sprunga hefði opnast en Salóme segist ekki getað séð það á myndavélum. „Ef það var þá var hún vel inni á því svæði sem nú er undir hrauni. Þetta er ekki ný opnun á nýju svæði,“ segir hún. Nú í morgunsárið er suðvestlæg átt ríkjandi og berst því gasmengun yfir höfuðborgarsvæðið. Búast má við hækkuðum SO2 gildum, að sögn Óla Þórs Árnasonar vaktaveðurfræðings. „Með kvöldinu fer hann meira í suðaustan og þá eru þetta Vogar og Reykjanesbær sem gætu fundið fyrir einhverju. En það verður sæmilegur vindur og úrkoma og það kæmi á óvart ef það mældust há gildi,“ segir Óli.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira