Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2021 07:00 Sumir yfirmenn eiga það til að trufla starfsfólk sitt stöðugt. En ertu viss um að yfirmaðurinn þinn átti sig á því að hann sé að trufla? Vísir/Getty Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? Sumum finnst þetta vandræðaleg staða. Öðrum finnst hún íþyngjandi. Enn aðrir láta þetta taka frá sér orku með því að verða pirraðir. Jeff Davidson er ráðgjafi á sviði jafnvægi einkalífs og vinnu og hefur gefið út fjölda bóka fyrir starfsfólk og stjórnendur. Hér eru nokkur ráð sem hann gefur til að sporna við truflun frá yfirmanni, eða í það minnsta leiðir til að draga verulega úr henni. Ráð #1: Að koma skipulagi á samskiptin Davidson segir frá vini sínum sem upplifði mikla truflun frá yfirmanni sínum. Og það alveg stöðugt. Yfirmaðurinn hringdi oft, sendi marga tölvupósta og jafnvel skilaboð utan vinnu. Í staðinn fyrir að láta hlutina ganga svona áfram, ákvað viðkomandi starfsmaður að ræða málin við yfirmanninn. En hvernig er það hægt, þegar það er sjálfur yfirmaðurinn sem um ræðir? Jú, viðkomandi starfsmaður opnaði samtalið með því að tala um að álagið væri mikið, ekki síst á stjórnandann sjálfan. Mikið að gera og margt að gerast í einu. Sem er frábært! Til þess að ná sem bestum árangri og afköstum fyrir báða aðila, stakk starfsmaðurinn upp á að daglega myndu hann og yfirmaðurinn taka korters spjall um helstu viðfangsefni eða fréttir dagsins. Þannig gætu þeir báðir nýtt tímann sem best en tryggt góða upplýsingamiðlunina þeirra í milli. Það sem gerðist næst, kom síðan skemmtilega á óvart. Því nokkrum dögum seinna komust yfirmaðurinn og starfsmaðurinn að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að daglegir fundir væru óþarfir. Fundarfyrirkomulaginu var því breytt í korterspjall á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það jákvæðasta við þessa leið að eftir mjög stuttan tíma, ræddu bæði yfirmaðurinn og starfsmaðurinn um það hvað nýja fyrirkomulagið væri að koma vel út því báðir sögðust finna mun á því, hvernig tíminn var að nýtast þeim betur. # Ráð 2: En þegar yfirmaðurinn truflar samt…. Ímyndum okkur að ráð #1 gangi ekki upp fyrir þig. Annað hvort vegna þess að þótt þú hafir reynt að fara þessa leið, hélt yfirmaðurinn áfram að trufla þig, eða að þú treystir þér ekki til þess að fara þá leið sem lagt er til í #1. Hvað er til ráða þá? Jú, þá er hægt að draga úr truflun yfirmannsins. Það gerir þú með því að sýna að þú hafir ekki alltaf tíma til þess að spjalla. Þetta getur þú gert á kurteisan hátt með líkamsbeitingu, svipbrigðum og í tali og þannig látið vita að þú sért upptekin/n, viljir klára eitthvað eða einbeita þér að því sem þú ert að gera. Því oft er yfirmaðurinn ekki að átta sig á því að þú upplifir samskiptin sem truflun. Því ef viðbrögðin þín eru þannig að þú ert alltaf til í spjall eða snögg viðbrögð, hvernig ætti hann/hún að vita það? Ráð #3: Stjórnaðu því hvenær og hvar truflunin fer fram Enn eitt ráðið er að taka stjórnina á því hvar truflunin fer fram. Ef yfirmaðurinn hringir eða sendir tölvupóst, eða sest fyrir framan vinnustöðina þína og byrjar að spjalla (um eitthvað sem þú upplifir sem truflun en ekki upplýsingamiðlun), er ágætis ráð að svara: „Gefðu mér nokkrar mínútur til að klára eitt og ég kem síðan til þín… .“ Gæti líka verið: „Gefðu mér nokkrar mínútur til að klára eitt og síðan kíki ég á þetta og svara….“ (eða hringi í þig). Með því að svara í þessum dúr, fær yfirmaðurinn þinn að vita að þú vilt fá næði til að klára eitthvað. Þá er auðveldara að stytta tímann sem truflunin veldur, því yfirmaðurinn veit að þú ert upptekin/n við annað og þannig hefur þú betur tekið stjórnina á því hversu lengi, hvernig, hvenær og hvar truflunin fer fram. Algeng gryfja er þó að fólki hættir til að „nenna ekki“ að hafa fyrir þessu. Að standa upp og fara til yfirmannsins, hringja aftur á eftir eða lesa betur tölvupóstinn á eftir og svara þá. En ef ætlunin er fyrir alvöru að reyna að draga úr þeirri truflun sem yfirmaðurinn þinn er að valda, er þess virði að prófa þetta um tíma. Ráð #4: Að skapa næði Enn eitt ráðið er síðan að fyrir sum verkefni er þess virði að skapa sér gott næði til að geta unnið þau án truflunar. Hér er besta ráðið að láta vita af því með skýrum hætti fyrirfram að þú þurfir næði. Skilaboðin ná þá til samstarfsfélaga og yfirmannsins. Dæmi: (gæti verið á Teams, á morgunfundi eða annarri valinni stund) „Ég þarf að klára verkefni X í dag þannig að þið vitið þá bara af því að ég reyni sem mest að loka mig af á milli klukkan 13-15 í dag“ (eða næsta klukkutímann eða hvað svo sem á við hjá þér). #5: Opinn hugur og fleiri sjónarmið Áður en farið er af stað er þó mikilvægt að þú skoðir með opnum huga hvers vegna staðan er eins og hún er. Hvenær er yfirmaðurinn að trufla þig og hvenær ekki? Hvernig ætlar þú að tryggja að vinna í því að draga úr trufluninni, en halda góðum samskiptum áfram við yfirmann þinn? Er eitthvað í þínu verklagi sem mætti endurskoða? (er til dæmis eitthvað sem þú getur gert sem almennt skapar betri aðstæður til að verða ekki fyrir truflun). Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Góð ráð til að láta yfirmanninn vita hversu góður starfsmaður þú ert Sumir finna til óöryggis í starfi vegna þess að þeir telja yfirmann sinn ekki upplýstan um hversu mikið þeir eru að leggja sig fram í starfi. Besta leiðin í þessu er að snúa vörn í sókn og vinna að því að yfirmaðurinn taki eftir því hversu vel þér gengur. 7. júlí 2020 10:00 Þegar þér finnst yfirmaðurinn ekki kunna að meta þig Þú breytir ekki yfirmanninum en þú getur mögulega haft áhrif á það að fá oftar hrós eða endurgjöf fyrir þína vinnu. 29. maí 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sumum finnst þetta vandræðaleg staða. Öðrum finnst hún íþyngjandi. Enn aðrir láta þetta taka frá sér orku með því að verða pirraðir. Jeff Davidson er ráðgjafi á sviði jafnvægi einkalífs og vinnu og hefur gefið út fjölda bóka fyrir starfsfólk og stjórnendur. Hér eru nokkur ráð sem hann gefur til að sporna við truflun frá yfirmanni, eða í það minnsta leiðir til að draga verulega úr henni. Ráð #1: Að koma skipulagi á samskiptin Davidson segir frá vini sínum sem upplifði mikla truflun frá yfirmanni sínum. Og það alveg stöðugt. Yfirmaðurinn hringdi oft, sendi marga tölvupósta og jafnvel skilaboð utan vinnu. Í staðinn fyrir að láta hlutina ganga svona áfram, ákvað viðkomandi starfsmaður að ræða málin við yfirmanninn. En hvernig er það hægt, þegar það er sjálfur yfirmaðurinn sem um ræðir? Jú, viðkomandi starfsmaður opnaði samtalið með því að tala um að álagið væri mikið, ekki síst á stjórnandann sjálfan. Mikið að gera og margt að gerast í einu. Sem er frábært! Til þess að ná sem bestum árangri og afköstum fyrir báða aðila, stakk starfsmaðurinn upp á að daglega myndu hann og yfirmaðurinn taka korters spjall um helstu viðfangsefni eða fréttir dagsins. Þannig gætu þeir báðir nýtt tímann sem best en tryggt góða upplýsingamiðlunina þeirra í milli. Það sem gerðist næst, kom síðan skemmtilega á óvart. Því nokkrum dögum seinna komust yfirmaðurinn og starfsmaðurinn að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að daglegir fundir væru óþarfir. Fundarfyrirkomulaginu var því breytt í korterspjall á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það jákvæðasta við þessa leið að eftir mjög stuttan tíma, ræddu bæði yfirmaðurinn og starfsmaðurinn um það hvað nýja fyrirkomulagið væri að koma vel út því báðir sögðust finna mun á því, hvernig tíminn var að nýtast þeim betur. # Ráð 2: En þegar yfirmaðurinn truflar samt…. Ímyndum okkur að ráð #1 gangi ekki upp fyrir þig. Annað hvort vegna þess að þótt þú hafir reynt að fara þessa leið, hélt yfirmaðurinn áfram að trufla þig, eða að þú treystir þér ekki til þess að fara þá leið sem lagt er til í #1. Hvað er til ráða þá? Jú, þá er hægt að draga úr truflun yfirmannsins. Það gerir þú með því að sýna að þú hafir ekki alltaf tíma til þess að spjalla. Þetta getur þú gert á kurteisan hátt með líkamsbeitingu, svipbrigðum og í tali og þannig látið vita að þú sért upptekin/n, viljir klára eitthvað eða einbeita þér að því sem þú ert að gera. Því oft er yfirmaðurinn ekki að átta sig á því að þú upplifir samskiptin sem truflun. Því ef viðbrögðin þín eru þannig að þú ert alltaf til í spjall eða snögg viðbrögð, hvernig ætti hann/hún að vita það? Ráð #3: Stjórnaðu því hvenær og hvar truflunin fer fram Enn eitt ráðið er að taka stjórnina á því hvar truflunin fer fram. Ef yfirmaðurinn hringir eða sendir tölvupóst, eða sest fyrir framan vinnustöðina þína og byrjar að spjalla (um eitthvað sem þú upplifir sem truflun en ekki upplýsingamiðlun), er ágætis ráð að svara: „Gefðu mér nokkrar mínútur til að klára eitt og ég kem síðan til þín… .“ Gæti líka verið: „Gefðu mér nokkrar mínútur til að klára eitt og síðan kíki ég á þetta og svara….“ (eða hringi í þig). Með því að svara í þessum dúr, fær yfirmaðurinn þinn að vita að þú vilt fá næði til að klára eitthvað. Þá er auðveldara að stytta tímann sem truflunin veldur, því yfirmaðurinn veit að þú ert upptekin/n við annað og þannig hefur þú betur tekið stjórnina á því hversu lengi, hvernig, hvenær og hvar truflunin fer fram. Algeng gryfja er þó að fólki hættir til að „nenna ekki“ að hafa fyrir þessu. Að standa upp og fara til yfirmannsins, hringja aftur á eftir eða lesa betur tölvupóstinn á eftir og svara þá. En ef ætlunin er fyrir alvöru að reyna að draga úr þeirri truflun sem yfirmaðurinn þinn er að valda, er þess virði að prófa þetta um tíma. Ráð #4: Að skapa næði Enn eitt ráðið er síðan að fyrir sum verkefni er þess virði að skapa sér gott næði til að geta unnið þau án truflunar. Hér er besta ráðið að láta vita af því með skýrum hætti fyrirfram að þú þurfir næði. Skilaboðin ná þá til samstarfsfélaga og yfirmannsins. Dæmi: (gæti verið á Teams, á morgunfundi eða annarri valinni stund) „Ég þarf að klára verkefni X í dag þannig að þið vitið þá bara af því að ég reyni sem mest að loka mig af á milli klukkan 13-15 í dag“ (eða næsta klukkutímann eða hvað svo sem á við hjá þér). #5: Opinn hugur og fleiri sjónarmið Áður en farið er af stað er þó mikilvægt að þú skoðir með opnum huga hvers vegna staðan er eins og hún er. Hvenær er yfirmaðurinn að trufla þig og hvenær ekki? Hvernig ætlar þú að tryggja að vinna í því að draga úr trufluninni, en halda góðum samskiptum áfram við yfirmann þinn? Er eitthvað í þínu verklagi sem mætti endurskoða? (er til dæmis eitthvað sem þú getur gert sem almennt skapar betri aðstæður til að verða ekki fyrir truflun).
Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Góð ráð til að láta yfirmanninn vita hversu góður starfsmaður þú ert Sumir finna til óöryggis í starfi vegna þess að þeir telja yfirmann sinn ekki upplýstan um hversu mikið þeir eru að leggja sig fram í starfi. Besta leiðin í þessu er að snúa vörn í sókn og vinna að því að yfirmaðurinn taki eftir því hversu vel þér gengur. 7. júlí 2020 10:00 Þegar þér finnst yfirmaðurinn ekki kunna að meta þig Þú breytir ekki yfirmanninum en þú getur mögulega haft áhrif á það að fá oftar hrós eða endurgjöf fyrir þína vinnu. 29. maí 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01
Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00
Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11
Góð ráð til að láta yfirmanninn vita hversu góður starfsmaður þú ert Sumir finna til óöryggis í starfi vegna þess að þeir telja yfirmann sinn ekki upplýstan um hversu mikið þeir eru að leggja sig fram í starfi. Besta leiðin í þessu er að snúa vörn í sókn og vinna að því að yfirmaðurinn taki eftir því hversu vel þér gengur. 7. júlí 2020 10:00
Þegar þér finnst yfirmaðurinn ekki kunna að meta þig Þú breytir ekki yfirmanninum en þú getur mögulega haft áhrif á það að fá oftar hrós eða endurgjöf fyrir þína vinnu. 29. maí 2020 09:00