Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:45 Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, allir í námunda við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32