Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 104-94 | Lífsnauðsynlegur sigur Hauka Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. apríl 2021 21:00 Sævaldur Bjarnason og lærisveinar hans unnu lífsnauðsynlegan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu mikilvægan tíu stiga sigur á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 104-94. Lífsnauðsynlegur sigur í fallbaráttunni. Andrúmsloftið var pínulítið einkennilegt í Ólafssal þegar að tíðindamaður Vísis mætti til þess að fjalla um leik Hauka og ÍR. Haukarnir höfðu ákveðið að ársmiðahafar fengju forgang á miða á leikinn og því voru eingöngu Haukastuðningsmenn í stúkunni, ekki voru allir ÍR-ingar sáttir við það en við það sat. Fyrir leikinn voru Haukarnir í tómu basli á botni deildarinnar og ÍR í því áttunda. Haukarnir voru fullkomlega upp við vegg og þurfa helst að sigra hvern einasta leik og það sama á við um ÍR ef þeir ætla sér í úrslitakeppnina. Haukarnir byrjuðu mun betur. Hansel Atencía setti þrjár þriggja stiga körfur strax í upphafi og Haukar náði ágætis forystu. Sú hvarf eiginlega um leið og ÍR byrjuðu að spila vörnina fastar, þarna gerðu Haukarnir skiptingar og ÍR gengu á lagið og minnkuðu muninn niður í eitt stig. Það var hins vegar Hansel sem setti þrist í lokinn, sinn fjórða í leikhlutanum og munurinn fjögur stig eftir einn leikhluta. 28-24. Í öðrum leikhluta var ákveðið jafnvægi með liðunum. Collin Pryor átti flott innkomu sem og Danero Thomas sem lék mikið í miðjherjastöðunni. Það gerði Haukum mjög erfitt fyrir enda oft með tvo stóra menn inni á vellinum. Staðan í hálfleik 51-51. Þriðji leikhluti var svipaður. Ákveðið jafnræði með liðunum og Haukarnir tóku ekki eins mikla áhættu í skiptingunum sínum. Í lokin þá tókst ÍR að sigla framúr með flottum körfum frá Everage Richardson og Evan Singletary. Staðan 76-80. Haukarnir komust strax yfir í fjórða leikhluta og sýndu virkilega kraftmikinn varnarleik. Þarna var Emil Barja sérstaklega sterkur og breytti leiknum að mati undirritaðs. Það var svo Jalen Jackson sem reið baggamuninn sóknarlega og Haukarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur. 104-84. Haukar sitja eftir leikinn enn á botninum en með jafn mörg stig og Höttur, átta talsins. Ír situr núna í 9. sæti. Stigahæstur Hauka var Hansel Atencia með 25 stig og þá var Jalen Jackson með 23. Hjá ÍR skoraði Evan Singletary 23 stig. Hvað réði úrslitum? Haukarnir voru miklu betri í fjórða leikhluta sem þeir unnu með 14 stigum. Tóku virkilega góðar ákvarðanir og voru ekki eins stressaðir og lið sem hefur tapað eins mikið og þeir ætti að vera. Hjá ÍR voru nokkrar einkennilegar ákvarðanir hjá Zvonko Buljan í lokin sem kostuðu mikið en að sama skapi klikkuðu Breiðhyltingar úr opnum skotum og sæmilega opnum sniðskotum. Hvað gekk vel? Þó Pablo Bertone hafi ekki átt sinn besta leik þá áttu bæði Jackson og Hansel flotta leiki. En Haukar hittu einfaldlega vel í kvöld úr sínum skotum. 56% úr tveggja stiga skotum og 41% úr þriggja stiga skotum. Þá áttu bæði Brian Fitzpatrick og Breki Gylfason flotta leiki undir körfunni á báðum endum vallarins. Það sem réð þó úrslitum að mati undiritaðs var góð ákvarðanataka í fjórða leikhluta. Hvað gekk illa? ÍR gekk ágætlega að skora framan af leik. Það var hins vegar vörnin sem brást þeim. Þeir þjöppuðu talsvert niður í teiginn og voru fullseinir að loka á opin skot Haukamanna. Þá gekk þeim illa að halda Hansel fyrir framan sig. Þeir voru sjálfum sér svo að mörgu leiti verstir í lokin. Hvað næst? Haukar sem eru í bullandi fallbaráttu eftir þennan sigur mæta í Vesturbæinn til þess að spila á móti KR liði sem tapaði í Þorlákshöfn í kvöld næsta sunnudagskvöld kl. 19:15. ÍR fær hins vegar Keflavík í heimsókn í virkilega erfiðum leik. Sá er á mánudaginn kl 18:15. Það þarf að læra að vinna Sævaldur, þjálfari Hauka.Haukar Sævaldur þjálfari Hauka var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍR og augljóst á þjálfaranum að það var ákveðinn léttir að væði byrja aftur sem og að byrja aftur á sigri. „Það er frábært að koma aftur og að láta úrslitin ráðast á gólfinu er eitthvað sem allir vilja. Það er fyrst og fremst skemmtilegt, en að hafa farið í þrjú pre-season er eins og það er. Það voru sex leikir eftir fyrir þennan leik og fimm leikir eftir núna og við erum að spila í rauninni bikarúrslitaleiki eða fimmta leik í úrslitakeppni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar. Við gerðum vel í dag og það hefur verið stígandi í liðinu. Við nýttum þessa viku sem við nýttum réttilega mjög vel.“ Þjálfarinn viðurkenndi að það hefði farið um hann þegar að ÍR komu hratt til baka eftir fína byrjun Haukana. „Þegar maður er í svona taphrinu, þá er sjálfstraustið oft erfitt en þú þarft að læra að vinna leiki. Við erum með fínt lið en úrvalsdeild karla er góð deild. Menn eru að keppast við að Haukarnir séu þrotalið og eitthvað en ég meina þetta er góð deild. Það er ekkert þannig að þú eigir einhvern sigur skilið. Ég held að það hafi verið vaxandi hjá okkur. Jalen var góður og útlendingarnir góðir. Emil og bara allir lögðu í púkkið í dag. Ég er mjög sáttur við frammistöðu liðsins.“ Emil Barja hefur verið í bakvandamálum í vetur en átti sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Aðspurður sagði Sævaldur að það yrði farið vel með Emil á næstu dögum. „Emil fer beint í byrjunarliðið í næsta leik,“ sagði þjálfarinn og hló við, sáttur við sigurinn. Nudd og heitur pottur eftir leik Emil Barja.vísir/ernir Emil Barja, fyrirliði Hauka var að vonum kampakátur með mikilvægan sigur á ÍR „Ég var aðallega ánægður með hvernig við komum út og stoppuðum þessa bakverði sem að hafa verið að setja skotin sín. Þeir drápu okkur í síðasta leik, settu allt ofan í og við bara gáfum þeim opin skot. Þannig að mér fannst við vera að gefa réttum mönnum skot þannig að þetta var miklu erfiðara fyrir aðalskorarana þeirra.“ ÍR keyrðu talsvert upp hraðan í leiknum og virtust Haukarnir eiga í erfiðleikum með það fyrst um sinn en svo tókst þeim að ráða framúr því. „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir þessa pressu og vissum að þeir myndu taka hana á móti okkur. Þetta var smá sjokk í byrjun en svo þegar þeir voru að reyna að pressa í seinni hálfleik þá komumst við betur í gegnum þetta.“ Emil var mjög ánægður með hversu fagmannlega Haukar kláruðu leikinn „Já skotin duttu. Við höfum alltaf verið hitt liðið sem í fjórða leikhluta hefur farið til baka og verið hikandi í öllu. Nú vorum við akkúrat liðið sem tók af skarið. Skotin duttu, það var aðalmálið líka. Það kemur allt annað með því.“ Emil hefur verið í vandræðum með bakmeiðsli sem hafa hamlað honum í vetur. Aðspurður hvort hann færi ekki beint í heita pottinn þá sagði hann að svo væri vissulega. „Já, nudd og heitur pottur. Heitt og kalt og ég verð klár í næsta leik.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Haukar ÍR
Haukar unnu mikilvægan tíu stiga sigur á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 104-94. Lífsnauðsynlegur sigur í fallbaráttunni. Andrúmsloftið var pínulítið einkennilegt í Ólafssal þegar að tíðindamaður Vísis mætti til þess að fjalla um leik Hauka og ÍR. Haukarnir höfðu ákveðið að ársmiðahafar fengju forgang á miða á leikinn og því voru eingöngu Haukastuðningsmenn í stúkunni, ekki voru allir ÍR-ingar sáttir við það en við það sat. Fyrir leikinn voru Haukarnir í tómu basli á botni deildarinnar og ÍR í því áttunda. Haukarnir voru fullkomlega upp við vegg og þurfa helst að sigra hvern einasta leik og það sama á við um ÍR ef þeir ætla sér í úrslitakeppnina. Haukarnir byrjuðu mun betur. Hansel Atencía setti þrjár þriggja stiga körfur strax í upphafi og Haukar náði ágætis forystu. Sú hvarf eiginlega um leið og ÍR byrjuðu að spila vörnina fastar, þarna gerðu Haukarnir skiptingar og ÍR gengu á lagið og minnkuðu muninn niður í eitt stig. Það var hins vegar Hansel sem setti þrist í lokinn, sinn fjórða í leikhlutanum og munurinn fjögur stig eftir einn leikhluta. 28-24. Í öðrum leikhluta var ákveðið jafnvægi með liðunum. Collin Pryor átti flott innkomu sem og Danero Thomas sem lék mikið í miðjherjastöðunni. Það gerði Haukum mjög erfitt fyrir enda oft með tvo stóra menn inni á vellinum. Staðan í hálfleik 51-51. Þriðji leikhluti var svipaður. Ákveðið jafnræði með liðunum og Haukarnir tóku ekki eins mikla áhættu í skiptingunum sínum. Í lokin þá tókst ÍR að sigla framúr með flottum körfum frá Everage Richardson og Evan Singletary. Staðan 76-80. Haukarnir komust strax yfir í fjórða leikhluta og sýndu virkilega kraftmikinn varnarleik. Þarna var Emil Barja sérstaklega sterkur og breytti leiknum að mati undirritaðs. Það var svo Jalen Jackson sem reið baggamuninn sóknarlega og Haukarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur. 104-84. Haukar sitja eftir leikinn enn á botninum en með jafn mörg stig og Höttur, átta talsins. Ír situr núna í 9. sæti. Stigahæstur Hauka var Hansel Atencia með 25 stig og þá var Jalen Jackson með 23. Hjá ÍR skoraði Evan Singletary 23 stig. Hvað réði úrslitum? Haukarnir voru miklu betri í fjórða leikhluta sem þeir unnu með 14 stigum. Tóku virkilega góðar ákvarðanir og voru ekki eins stressaðir og lið sem hefur tapað eins mikið og þeir ætti að vera. Hjá ÍR voru nokkrar einkennilegar ákvarðanir hjá Zvonko Buljan í lokin sem kostuðu mikið en að sama skapi klikkuðu Breiðhyltingar úr opnum skotum og sæmilega opnum sniðskotum. Hvað gekk vel? Þó Pablo Bertone hafi ekki átt sinn besta leik þá áttu bæði Jackson og Hansel flotta leiki. En Haukar hittu einfaldlega vel í kvöld úr sínum skotum. 56% úr tveggja stiga skotum og 41% úr þriggja stiga skotum. Þá áttu bæði Brian Fitzpatrick og Breki Gylfason flotta leiki undir körfunni á báðum endum vallarins. Það sem réð þó úrslitum að mati undiritaðs var góð ákvarðanataka í fjórða leikhluta. Hvað gekk illa? ÍR gekk ágætlega að skora framan af leik. Það var hins vegar vörnin sem brást þeim. Þeir þjöppuðu talsvert niður í teiginn og voru fullseinir að loka á opin skot Haukamanna. Þá gekk þeim illa að halda Hansel fyrir framan sig. Þeir voru sjálfum sér svo að mörgu leiti verstir í lokin. Hvað næst? Haukar sem eru í bullandi fallbaráttu eftir þennan sigur mæta í Vesturbæinn til þess að spila á móti KR liði sem tapaði í Þorlákshöfn í kvöld næsta sunnudagskvöld kl. 19:15. ÍR fær hins vegar Keflavík í heimsókn í virkilega erfiðum leik. Sá er á mánudaginn kl 18:15. Það þarf að læra að vinna Sævaldur, þjálfari Hauka.Haukar Sævaldur þjálfari Hauka var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍR og augljóst á þjálfaranum að það var ákveðinn léttir að væði byrja aftur sem og að byrja aftur á sigri. „Það er frábært að koma aftur og að láta úrslitin ráðast á gólfinu er eitthvað sem allir vilja. Það er fyrst og fremst skemmtilegt, en að hafa farið í þrjú pre-season er eins og það er. Það voru sex leikir eftir fyrir þennan leik og fimm leikir eftir núna og við erum að spila í rauninni bikarúrslitaleiki eða fimmta leik í úrslitakeppni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar. Við gerðum vel í dag og það hefur verið stígandi í liðinu. Við nýttum þessa viku sem við nýttum réttilega mjög vel.“ Þjálfarinn viðurkenndi að það hefði farið um hann þegar að ÍR komu hratt til baka eftir fína byrjun Haukana. „Þegar maður er í svona taphrinu, þá er sjálfstraustið oft erfitt en þú þarft að læra að vinna leiki. Við erum með fínt lið en úrvalsdeild karla er góð deild. Menn eru að keppast við að Haukarnir séu þrotalið og eitthvað en ég meina þetta er góð deild. Það er ekkert þannig að þú eigir einhvern sigur skilið. Ég held að það hafi verið vaxandi hjá okkur. Jalen var góður og útlendingarnir góðir. Emil og bara allir lögðu í púkkið í dag. Ég er mjög sáttur við frammistöðu liðsins.“ Emil Barja hefur verið í bakvandamálum í vetur en átti sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Aðspurður sagði Sævaldur að það yrði farið vel með Emil á næstu dögum. „Emil fer beint í byrjunarliðið í næsta leik,“ sagði þjálfarinn og hló við, sáttur við sigurinn. Nudd og heitur pottur eftir leik Emil Barja.vísir/ernir Emil Barja, fyrirliði Hauka var að vonum kampakátur með mikilvægan sigur á ÍR „Ég var aðallega ánægður með hvernig við komum út og stoppuðum þessa bakverði sem að hafa verið að setja skotin sín. Þeir drápu okkur í síðasta leik, settu allt ofan í og við bara gáfum þeim opin skot. Þannig að mér fannst við vera að gefa réttum mönnum skot þannig að þetta var miklu erfiðara fyrir aðalskorarana þeirra.“ ÍR keyrðu talsvert upp hraðan í leiknum og virtust Haukarnir eiga í erfiðleikum með það fyrst um sinn en svo tókst þeim að ráða framúr því. „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir þessa pressu og vissum að þeir myndu taka hana á móti okkur. Þetta var smá sjokk í byrjun en svo þegar þeir voru að reyna að pressa í seinni hálfleik þá komumst við betur í gegnum þetta.“ Emil var mjög ánægður með hversu fagmannlega Haukar kláruðu leikinn „Já skotin duttu. Við höfum alltaf verið hitt liðið sem í fjórða leikhluta hefur farið til baka og verið hikandi í öllu. Nú vorum við akkúrat liðið sem tók af skarið. Skotin duttu, það var aðalmálið líka. Það kemur allt annað með því.“ Emil hefur verið í vandræðum með bakmeiðsli sem hafa hamlað honum í vetur. Aðspurður hvort hann færi ekki beint í heita pottinn þá sagði hann að svo væri vissulega. „Já, nudd og heitur pottur. Heitt og kalt og ég verð klár í næsta leik.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti