Dominos-deild karla fer aftur stað með hörkuleikjum: Tveir stórleikir í beinni á Stöð 2 Sport Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Bæði KR og Tindastóll eru eldlínunni í kvöld. Vísir/Elín Björg Í dag fer Dominos-deild karla í körfubolta af stað á nýjan leik eftir að hafa verið á ís síðan 25. mars. Nú hefur verið grænt ljós að keppni geti hafist á nýjan leik og eru fjórir hörkuleikir á dagskrá Dominos-deildarinnar í dag. Í gær hófst keppni að nýju í Dominos-deild kvenna en það verður að viðurkennast að síðasta ár hefur verið vægast sagt fordæmalaust. Vonandi er sá tími að baki og núna fáum við íþróttir í æð linnulaust næstu mánuði. Borgarbörnin mæta á Egilsstaði Valur heimsækir Hött í fyrsta leik dagsins. Sá er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.05. Heimamenn eru í bullandi fallbaráttu og hafa aðeins unnið fjóra leiki af 16 til þessa. Það er spurning hvernig Viðar Örn Hafsteinsson hefur undirbúið sína menn fyrir leikinn en liðið hefur oft verið grátlega nálægt því að landa tveimur stigum. Til að mynda hefur liðið tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum með aðeins einu stigi, gegn KR og Stjörnunni. Hvað Valsmenn varðar var liðið á miklu skriði áður en öllu var skellt í lás. Höfðu þeir til að mynda unnið síðustu fimm leiki og voru komnir upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Þór Akureyri. Kristófer Acox hefur vonandi náð sér af meiðslum í pásunni og ætti rimma hans gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni undir körfunni að vera hörkuskemmtun í kvöld. Tekst Kristófer Acox að láta ljós sitt skína á Egilsstöðum?Vísir/Vilhelm Fer ÍR langleiðina með að sökkva Haukum? Haukar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig. ÍR liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum áður en allt fór í skrúfuna. Liðið mallar þó áfram eins og svo oft áður undir stjórn Borche Ilievski. Það er spurning hvernig ellismellirnir Zvonko Buljan og Everage Lee Richardson koma út úr pásunni en þeir hafa borið sóknarleik ÍR upp það sem af er tímabili. ÍR-vélin heldur áfram að malla undir styrkri stjórn Borche.vísir/bára Stólarnir verða að vinna Á Sauðárkrók eru Þórsarar frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir hafa komið öllum á óvart og sitja sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Val. Þar á eftir koma ÍR og Tindastóll með 14 stig en Stólarnir eru sem stendur í 9. sæti. Eitthvað sem er ekki boðlegt á þeim bænum. Það má því reikna með hörkuleik á Króknum í kvöld þar sem allt verður lagt í sölurnar. Stólarnir náðu góðum sigri gegn Hetti í síðustu umferð á meðan Þórsarar gerðu góða ferð til Reykjavíkur og lögðu Íslandsmeistara KR. Það er hins vegar töluvert síðan þeir leikir fóru fram og því getur allt gerst í kvöld. Íslandsmeistararnir í heimsókn Síðasti leikur dagsins er svo leikur Íslandsmeistara KR og spútnikliðs deildarinnar, Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir eiga harma að hefna en Þórsarar pökkuðu þeim saman fyrr á leiktíðinni, lokatölur þá 107-77 Þórsurum í vil. Spilamennska KR hefur verið sveiflukennd og erfitt að lesa í við hverju má búast frá þeim. Stundum skorar liðið yfir 100 stig og leyfir andstæðingum sínum slíkt hið sama, á öðrum degi skora þeir varla yfir 80 stig en halda mótherjanum að sama skapi niðri. Þórsarar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð.Vísir/Elín Björg Þórsarar eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 22 stig. Er það að miklu leyti frábærum frammistöðum Larry Thomas að þakka að ógleymdum Adomas Drunilas. Þá þarf að nefna Þorlákshafnarundrið hann Styrmi Snæ Þrastarson en hann hefur heldur betur stolið fyrirsögnunum það sem af er leiktíð. KR er hins vegar aðeins með tveimur stigum minna og í Vesturbænum fara menn venjulega að hitna á þessum árstíma. Það má því reikna með frábærum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst hún klukkan 20.05 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sjá meira
Í gær hófst keppni að nýju í Dominos-deild kvenna en það verður að viðurkennast að síðasta ár hefur verið vægast sagt fordæmalaust. Vonandi er sá tími að baki og núna fáum við íþróttir í æð linnulaust næstu mánuði. Borgarbörnin mæta á Egilsstaði Valur heimsækir Hött í fyrsta leik dagsins. Sá er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.05. Heimamenn eru í bullandi fallbaráttu og hafa aðeins unnið fjóra leiki af 16 til þessa. Það er spurning hvernig Viðar Örn Hafsteinsson hefur undirbúið sína menn fyrir leikinn en liðið hefur oft verið grátlega nálægt því að landa tveimur stigum. Til að mynda hefur liðið tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum með aðeins einu stigi, gegn KR og Stjörnunni. Hvað Valsmenn varðar var liðið á miklu skriði áður en öllu var skellt í lás. Höfðu þeir til að mynda unnið síðustu fimm leiki og voru komnir upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Þór Akureyri. Kristófer Acox hefur vonandi náð sér af meiðslum í pásunni og ætti rimma hans gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni undir körfunni að vera hörkuskemmtun í kvöld. Tekst Kristófer Acox að láta ljós sitt skína á Egilsstöðum?Vísir/Vilhelm Fer ÍR langleiðina með að sökkva Haukum? Haukar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig. ÍR liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum áður en allt fór í skrúfuna. Liðið mallar þó áfram eins og svo oft áður undir stjórn Borche Ilievski. Það er spurning hvernig ellismellirnir Zvonko Buljan og Everage Lee Richardson koma út úr pásunni en þeir hafa borið sóknarleik ÍR upp það sem af er tímabili. ÍR-vélin heldur áfram að malla undir styrkri stjórn Borche.vísir/bára Stólarnir verða að vinna Á Sauðárkrók eru Þórsarar frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir hafa komið öllum á óvart og sitja sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Val. Þar á eftir koma ÍR og Tindastóll með 14 stig en Stólarnir eru sem stendur í 9. sæti. Eitthvað sem er ekki boðlegt á þeim bænum. Það má því reikna með hörkuleik á Króknum í kvöld þar sem allt verður lagt í sölurnar. Stólarnir náðu góðum sigri gegn Hetti í síðustu umferð á meðan Þórsarar gerðu góða ferð til Reykjavíkur og lögðu Íslandsmeistara KR. Það er hins vegar töluvert síðan þeir leikir fóru fram og því getur allt gerst í kvöld. Íslandsmeistararnir í heimsókn Síðasti leikur dagsins er svo leikur Íslandsmeistara KR og spútnikliðs deildarinnar, Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir eiga harma að hefna en Þórsarar pökkuðu þeim saman fyrr á leiktíðinni, lokatölur þá 107-77 Þórsurum í vil. Spilamennska KR hefur verið sveiflukennd og erfitt að lesa í við hverju má búast frá þeim. Stundum skorar liðið yfir 100 stig og leyfir andstæðingum sínum slíkt hið sama, á öðrum degi skora þeir varla yfir 80 stig en halda mótherjanum að sama skapi niðri. Þórsarar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð.Vísir/Elín Björg Þórsarar eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 22 stig. Er það að miklu leyti frábærum frammistöðum Larry Thomas að þakka að ógleymdum Adomas Drunilas. Þá þarf að nefna Þorlákshafnarundrið hann Styrmi Snæ Þrastarson en hann hefur heldur betur stolið fyrirsögnunum það sem af er leiktíð. KR er hins vegar aðeins með tveimur stigum minna og í Vesturbænum fara menn venjulega að hitna á þessum árstíma. Það má því reikna með frábærum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst hún klukkan 20.05 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sjá meira