Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál? Björn Teitsson skrifar 22. apríl 2021 10:31 Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun