Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:49 „Algert bóluefnarugl“ segir ein helsta fréttastöð Noregs um Íslendinga. Norðmenn kannast ekki við það sem íslensk stjórnvöld boða, að hingað séu á leiðinni 16.000 skammtar af AstraZeneca-bóluefni. TV2 Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18