Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 17:19 Pawel Bartoszek segir áform Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum með umferðarteppu til marks um hvað óttinn getur gert við fólk. Vísir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. „Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
„Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07