Leikritið heitir "Árar, álfar og tröll“, en verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á́ sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi en til að svo geti verið þarf hún fyrst að takast á við konungsríkið og alls kyns verur eins og tröll og álfa.
Leikfélag Sólheima var stofnað 1931 og á því 90 ára afmæli í ár.
„Það átti að setja þetta upp í fyrra á 90 ára afmæli Sólheima en út af faraldrinum þá var það ekki hægt. Við biðum í eitt ár og nú er komið að þessu. Við erum að minnast Sesselju með leikritinu en það er sett upp í ævintýrabúning,“ segir Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson, leikstjóri.
Mikil spenna er fyrir frumsýningunni á morgun hjá íbúum á Sólheimum. Bræðurnir Kristján Atli og Sigtryggur Einar Sævarssynir leika í sýningunni. Þeir segja góða leikara á Sólheimum.
„Já að sjálfsögðu, vitaskuld, leikritið á eftir að slá í gegn segja bræðurnir,“ og undirstinga um leið að þetta sé eitt besta leikritið, sem hefur verið sýnt á Sólheimum.