Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 07:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Arnar Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira