Körfubolti

Borche: Vanda­málið er vörnin

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Borche var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld.
Borche var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. vísir/vilhelm

Borche Ilievski, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla, var ekki sáttur við sína menn eftir tap fyrir botnliði Hauka í kvöld. Lokatölur 104-94 Haukum í vil.

„Við vildum auðvitað ekki leyfa þeim að komast svona hratt framúr því það kostar mikla orku að komast aftur inn í svona leik. Við vorum í svolitlum vandræðum með Colin sem var veikur en hann tók próf í gær og var neikvæður á því svo hann var ekki alveg tilbúinn í leikinn. Hann var samt einn af okkar bestu leikmönnum í leiknum og ég kann virkilega að meta hans framlag í leiknum. Við náðum svo forystu, átta eða níu stiga forystu.“

Þjálfarinn var ekki sáttur við of mikið einstaklingsframtak leikmanna.

„Við reyndum við að skora úr erfiðum stöðum og nokkrir af okkar leikmönnum reyndu að loka leiknum of snemma. Breki setti svo tvo þrista og við misstum smá sjálfstraust. Það hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við náðum ekki að komast aftur yfir.“

Borche var samt alveg klár á því hvað stóra vandamálið væri.

„Við klikkuðum úr sniðskotum, við klikkuðum úr þristum, við klikkuðum úr öllu en ég vil ekkifókusera of mikið á sóknina. Ef þú færð á þig 103 stig þá er augljóst hvar vandamálið liggur. Þetta hefur verið vandamál hjá okkur í vetur, vörnin.“

Hugarfar leikmanna liðsins var líka til skoðunar. Borche var ekki ánægður með það.

„Við getum ekki bara verið að tala um hvað við viljum gera á æfingum og í leikjum heldur þurfum við að mæta á æfingu og gera hlutina. Það er ekki nóg að tala.“


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×