Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 11:03 Þórólfur lýsti þröngri stöðu sinni á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudag. Samfylkingarfólk telur einsýnt að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda; Þórólfs og sannfæringar sinnar og svo samstarfsmanna í Sjálfstæðisflokknum sem vilja ekki skemur í valdheimildum. vísir/vilhelm Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. Á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudaginn, en seinna þá um nóttina voru ný lög samþykkt frá Alþingi sem þar sem gefnar voru út heimildir til að skikka fólk í sóttkví frá hááættusvæðum, kvartaði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undan því að hendur hans væru bundnar. Fjölmargir voru kallaðir fyrir nefndina, meðal annarra Þórólfur sem líkti stöðu sinni við slökkviliðsstjóra. Hann sagði að lögin megi ekki og geti ekki verið þannig að alltaf þegar slökkviliðsmaðurinn er á leið að brennandi húsi þurfi hann að byrja á að ræða við stjórnmálamenn á leiðinni – til að fá heimildina framlengda eða útfærða nánar til að fá að slökkva eldinn. Í brýnu sló milli Svandísar og minnihlutans Á þingfundi um nóttina vitnaði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar óbeint til þessa og gerði þetta líkingarmál að sínu í ræðu sinni þegar hún gerði grein fyrir breytingartillögu sinni. Sló í brýnu í sjálfri atkvæðagreiðsluna þegar liðið var fram á morgun, þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. En þá þótti þingmönnum minnihlutans Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vega ómaklega að sér þegar hún lagði frumvarpið fram og sagði eitthvað á þá leið að þingmenn hlytu nú að geta verið sammála um að stemma bæri stigu við útbreiðslu veirunnar og færu ekki að tala um eitthvað annað; nota þetta í pólitískum tilgangi. Sérstaklega tóku þingmenn Samfylkingarinnar orðum Svandísar illa og töldu ómaklega að sér vegið. Logi Einarsson sagði það ömurlegt í fari fólks þegar það léti vandræðagang innan sinna raða bitna á öðrum. Helgu Völu sárnaði þessi ummæli mjög og sagði þetta aumt útspil og sagði einsýnt að ráðherra teldi ekki vert að fara að tilmælum Þórólfs. Oddný Harðardóttir sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ræðu Svandísar en taldi ljóst að hún væri að beina orðum sínum til samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn, nefnilega Sjálfstæðismönnum. Milli tveggja elda Þórólfur hefur nú skilað Svandís minnisblaði um aðgerðir á landamærum vegna nýrra laga um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Lögin gera ráð fyrir því að hann skilgreini hvaða lönd séu hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast. Að sögn fréttastofu Ríkisútvarpsins eru ekki lagðar fram tillögur að aðgerðum innanlands í minnisblaðinu. Í samtali við Samfylkingarfólk kemur fram að það telur blasa við að Svandís sé milli tveggja elda, sannfæringar sinnar og Þórólfs annars vegar og svo Sjálfstæðismanna hins vegar. Sumir vilja ganga svo langt að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og að hún sé alltaf tveimur vikum of sein til með sínar aðgerðir. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að ýmislegt í texta frumvarpsins væri of afstætt til að það væri boðlegt í lagatexta. Kom það fram í ræðu hennar um nóttina, þegar frumvarpið var afgreitt. Athygli vakti að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudaginn, en seinna þá um nóttina voru ný lög samþykkt frá Alþingi sem þar sem gefnar voru út heimildir til að skikka fólk í sóttkví frá hááættusvæðum, kvartaði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undan því að hendur hans væru bundnar. Fjölmargir voru kallaðir fyrir nefndina, meðal annarra Þórólfur sem líkti stöðu sinni við slökkviliðsstjóra. Hann sagði að lögin megi ekki og geti ekki verið þannig að alltaf þegar slökkviliðsmaðurinn er á leið að brennandi húsi þurfi hann að byrja á að ræða við stjórnmálamenn á leiðinni – til að fá heimildina framlengda eða útfærða nánar til að fá að slökkva eldinn. Í brýnu sló milli Svandísar og minnihlutans Á þingfundi um nóttina vitnaði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar óbeint til þessa og gerði þetta líkingarmál að sínu í ræðu sinni þegar hún gerði grein fyrir breytingartillögu sinni. Sló í brýnu í sjálfri atkvæðagreiðsluna þegar liðið var fram á morgun, þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. En þá þótti þingmönnum minnihlutans Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vega ómaklega að sér þegar hún lagði frumvarpið fram og sagði eitthvað á þá leið að þingmenn hlytu nú að geta verið sammála um að stemma bæri stigu við útbreiðslu veirunnar og færu ekki að tala um eitthvað annað; nota þetta í pólitískum tilgangi. Sérstaklega tóku þingmenn Samfylkingarinnar orðum Svandísar illa og töldu ómaklega að sér vegið. Logi Einarsson sagði það ömurlegt í fari fólks þegar það léti vandræðagang innan sinna raða bitna á öðrum. Helgu Völu sárnaði þessi ummæli mjög og sagði þetta aumt útspil og sagði einsýnt að ráðherra teldi ekki vert að fara að tilmælum Þórólfs. Oddný Harðardóttir sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ræðu Svandísar en taldi ljóst að hún væri að beina orðum sínum til samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn, nefnilega Sjálfstæðismönnum. Milli tveggja elda Þórólfur hefur nú skilað Svandís minnisblaði um aðgerðir á landamærum vegna nýrra laga um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Lögin gera ráð fyrir því að hann skilgreini hvaða lönd séu hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast. Að sögn fréttastofu Ríkisútvarpsins eru ekki lagðar fram tillögur að aðgerðum innanlands í minnisblaðinu. Í samtali við Samfylkingarfólk kemur fram að það telur blasa við að Svandís sé milli tveggja elda, sannfæringar sinnar og Þórólfs annars vegar og svo Sjálfstæðismanna hins vegar. Sumir vilja ganga svo langt að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og að hún sé alltaf tveimur vikum of sein til með sínar aðgerðir. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að ýmislegt í texta frumvarpsins væri of afstætt til að það væri boðlegt í lagatexta. Kom það fram í ræðu hennar um nóttina, þegar frumvarpið var afgreitt. Athygli vakti að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10